Netnámskeið - Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða - Ernuland

Netnámskeið - Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða

Verð
93.00
Verð
Verð
93.00
Vörumagn
per 
Availability
Uppselt

Netnámskeið - Afsláttarkóði : ernuland 

 

VERSLA NETNÁMSKEIÐ - ÝTTU HÉR  

Um námskeiðið

Námskeiðið: Frá neikvæðri líkamsímynd yfir í jákvæða líkamsímynd er námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að lifa lífinu sátt í eigin skinni. 

Að komast á þann stað að elska líkama sinn skilyrðislaust felur ekki aðeins í sér þá sálarró sem við þráum að hafa þegar kemur að líkamsmyndinni okkar heldur einnig færir það okkur bætt sjálfstraust. Með jákvæðri líkamsímynd nærð þú að takast á við lífið eins og það leggur sig með enn betra hugarfari, því brotin sjálfsmynd eða líkamsímynd stendur ekki lengur í vegi fyrir þér. 

Það sem jákvæð líkamsímynd hefur gefið mér er frelsið frá óraunhæfum kröfum samfélagsins og neikvæðum hugsunum/niðurbrotum að líkama mínum. Það magnaðasta er þó að læra að þegar líkamsímyndin verður heil þá verður sjálfsmyndin svo sterk að sjálfstraustið byrjar að blómstra á öðrum sviðum líka. Þetta er atriði sem ég óska öllum að ná og er ástæðan fyrir því sem ég geri. Bætt líðan, bætt öryggi í sambandi við þig og aðra, bætt lífsgæði og hamingja. Algjörlega óháð holdarfari. 

Ég óska öllum að komast á þann stað að elska líkama sinn skilyrðislaust og finna hvernig andleg líðan blómstrar og hvernig frelsið er þegar maður er laus undan staðalímyndum.

Hvað mun fólk læra á námskeiðinu? 

Á námskeiðinu færð þú tækifæri á að læra helstu þætti sem jákvæð líkamsímynd felur í sér og hvernig þú kemst á þann stað að læra elska líkama þinn skilyrðislaust óháð holdarfari. Þú lærir að endurforrita á þér hugann og halda fókus þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd.