SELF LOVE FERÐ MEÐ ERNULAND

ERNULAND BÝÐUR UPP Á 7 NÁTTA FERÐ TIL TENERIFE

9.  - 16. maí 2020, 7 nætur. 
Fararstjóri er Erna Kristín

Vilt þú komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd? Ertu kannski nú þegar komin af stað og vilt komast enn lengra? 
Hvar er betra að gefa sèr tíma til þess að kynnast líkama sínum en á ströndinni með heitri hafgolu í umkringd pálmatrjám og fallegri náttúru? 
selflove-ernuland750x371.jpg
Ernuland býður upp á 7nátta ferð til Tenerife, ásamt námskeiði í Jákvæðri líkamsímynd og siglingu þar sem við njótum saman, snorklum, sólum okkur og slökum á. Í þessari dásamlegu ferð verður gist á hótelinu JARDIN TROPICAL, hótelið er í göngufæri frá stöndinni þar sem við munum njóta saman og einnig er glæsileg heilsulind með líkamsrækt á hótelinu þar sem hægt er að láta dekra við sig, nudd og önnur glæsileg sundlaug við sjóinn. Lagt verður áhersla á andlega líðan, jákvæða líkamsímynd, dekur & almenna gleði. 
selflove-ernuland_750x425.jpg
INNIFALIÐ Í VERÐI 
•Flug báðar leiðir & 20kg taska + 7nátta gisting með morgunverði
•Námskeið: Jákvæð líkamsímynd + Bókin: Fullkomlega ófullkomin
•Sigling frá 13:30 til 16:30. Siglum út og skoðum höfrunga og hvali ef heppnin er með okkur. Siglum svo í vík og slökum á þar. Snorklum, sólum okkur, hlustum á tónlist og höfum það gott.
 

Bókaðu þína ferð HÉRNA!