Um mig

Erna Kristín er fædd árið 1991 og er guðfræðingur að mennt. Erna er gift trommuleikaranum og hljóðverseigandanum Bassa Ólafssyni og eiga þau saman einn strák Leon Bassa og svo er það hún Anja en hún er stjúpdóttir Ernu. Erna hefur lengi verið á samfélagsmiðlum og hafa miðlarnir stækkað og dafnað vel með árunum. Erna telur það vera mjög mikilvægt að nýta stóra miðla sem þessa til góðs og vinnur því reglulega með Unicef ásamt því að boða jákvæða líkamsímynd í gegnum miðilinn sem hún kallar Ernuland.

        Ernuland - Röndótt skyrta, hlægjandi      

 

Erna gaf út hvatninga bókina Fullkomlega Ófullkomin árið 2018 og síðan þá hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengt jákvæðri líkamsímynd ásamt því að bjóða upp á svokallaðar Self-Love ferðir erlendis, opnað fyrir Podcast rás og fleira til þess að hjálpa öðrum að taka fyrstu skrefin, halda fókus og fá verkfæri fyrir jákvæða líkamsímynd. 

Erna stofnaði einnig facebook hópinn Jákvæð líkamsímynd. Hópurinn er opinn öllum og hvetur hún ykkur til þess að taka þátt! Hægt er að ganga í hópinn með því að smella á Facebook merkið hér fyrir neðan.

 

Facebook - Jákvæð líkamsímynd hópur

 

Jákvæð Líkamsímynd