Fyrirlestrar

Vilt þú panta uppbyggilegan fyrirlestur um sjálfsmynd & jákvæða líkamsímynd? 

Fyrirlesturinn er fyrir alla aldurshópa og er sniðinn í kring um hvern aldur/hóp fyrir sig. 

Fyrirlesturinn henntar vel fyrir : vinahópa, félagsmiðstöð, skóla, fyrirtæki, kirkjustarf og alla þá sem vilja komast skrefinu nær að elska líkama sinn eins og hann er, hér og nú og í gegnum allar breytingar. 


Áhersluatriði : Áttin að jákvæðri líkamsímynd. Bætt sjálfsmynd og sjálfsöryggi. 

Erna Kristín er 28 ára, móðir, guðfræðingur & talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna gaf út bókina Fullkomlega Ófullkomin árið 2018 en bókin er hvatningarbók með þá stefnu að fella niður óraunhæfar kröfur, staðalímyndir og gefa verkfæri til þess að taka skrefið í átt að líkamsvirðingu og sátt.

Farið verður yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur í átt að jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa ykkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og læra að endurforrita á okkur hugann með breyttu viðhorfi til líkama okkar eins og hann lítur út, hér og nú. 

Lengd : 60-90mín / fræðsla og spjall

 

Hafðu samband fyrir upplýsingar um verð!