30 dagar af Self Love

Hér fyrir neðan eru 30 dagar af Self Love æfingum fyrir þig. Þú getur tekið þetta í beinni röð, mixað saman, eða bætt inn. 

1. Sestu niðru með góðan drykk í hönd í notarlegu umhverfi. Vertu í fötum sem þér líður vel í & skrifaðu þér ástarbréf, frá þér til þín. 

 • Kertaljós
 • Kósýsokkar
 • Penni & blað 
 • Notarleg tónlist
 • Drykkur 

Það er svo magnað að komast að komast á þann stað að elska sig skilyrðislaust. Bréfið má vera hvernig sem er. Saga, ljóð, fyrirgefning eða hvatning. Ást frá þér til þín.

2. Náttúran er hluti af okkur & það er svo mikilvægt að tengjast náttúrunni á ný & átta sig að öll erum við hluti af sköpuninni. Hrjúf, holótt, stór, lítil, bylgjótt, slétt og allavegana, óritskoðuð og sönn. 

Farðu út og njóttu litanna sem náttúran hefur að bjóða, skoðaðu hana og fáðu súrefni í lungun. Nýttu umhverfið fyrir einherskonar hreyfingu & hugleiðslu 

Gæti verið

 • Göngutúr
 • Hlaup
 • Bæði í bland
 • Fjallganga
 • Sund
 • Labba um í skógi

Ps: Ekki gleyma að drekka vatn ! 

3. Dansaðu við uppáhalds tónlistina þína eins og enginn sé að horfa. Ef þú treystir þér til, farðu í sundfötin þín og dansaðu þangað til það hættir að vera erfitt. Farðu fyrir framan spegilinn og skoðaðu fallega musterið þitt og fagnaðu þér.

 • Skoðaðu hvern krók og kima
 • Rannsakaðu hvernig líkaminn beygist og krumpast við ákveðnar stellingar
 • Gefðu þér tíma að venja augað
 • Þú ert nóg, núna og alltaf

4. Dekraðu við þig. Hvað sem það er í þínu lífi sem fær þig til að njóta. Gefðu þér rými í dag til þess að njóta þess að vera til, í dag. 

5. Hrósaðu þér og svo öðrum. Sjáðu hvað það er mikilvægt að hrósa og njóttu þess að finna hversu gott það er að hrósa öðrum. Hafðu samband við ástvini og gefðu þér tíma í spjallið. 

6. Hlustaðu á uppbyggilegt Podcast! Podcast er að finna t.d á Spotify & Podcasts appinu. Ég mæli t.d með Ernuland Podcast, Normid, Seiglan, Papaya Podcast, Millivegurinn, Russlel Brand on Radio X Podcast, Ástríðucastið, 360gráður Heilsa, 

7. Ekki leyfa neinum að hafa neikvæð áhrif á daginn þinn. Í dag er góður dagur & það er undir þér komið að hafa það akkurat þannig. Enginn eða ekkert á að hafa neikvæð áhrif á dagana okkar, því við erum við strjórn. Neikvæðni eða annað sem vanalega slær okkur út af laginu er eitthvað sem á ekki að þurfa hafa áhrif á allan daginn okkar. Tökum stjórn & ýtum því frá okkur. 

8. Stundum þarf ekki að gera neitt. Njóttu þess að gera ekkert í kvöld.

 • Sófakúr
 • Teppi
 • Kertaljós
 • Góð tónlist eða þáttur

9. Hverjum fylgir þú á samfélagsmiðlum ? Unfollow á alla þá sem draga þig niður á einhvern hátt eða fá þig til að efast um sjálfan þig. Þú verður að taka stjórn & gefa þér rými. Fylgdu uppbyggjandi accountum sem hvetja þig áfram og byggja þig upp.

10. Þakkaðu þér fyrir þig! Dæmi :

Ég er þakklát fyrir hversu úrræðagóð ég er. Hversu góð mamma ég er. Hversu góð systir. Ég er þakklát fyrir að hafa haldið þolinmæðinni í dag í erfiðum aðstæðum. Ég er þakklát fyrir að vera tilbúin að gera betur. Ég er þakklát fyrir að vera tilbúin að gefa mér tíma til þess að þakka mér fyrir.

11. Dansaðu um á nærfötunum þangað til það hættir að vera erfitt 

 • Þetta er æfing sem tekur tíma, svo taktu þessa æfingu með þér áfram og gefðu þér tíma
 • Taktu æfinguna í litlum skrefum
 • Sundföt eru líka góð hugmynd, venja líkamann á sundfötin og finna öryggið að klæðast þeim
 • Góð tónlist er lykilatriði, safnaðu saman lögum sem hvetja þig

12. Taktu myndir af þér frá ólíkum sjónarhornum, myndir fyrir þig að eiga og skoða seinna. Gefðu þér tíma til að kynnast þér, líkama þínum, hverju sjónarhorni. Æfðu þig að elska þig allan hringinn. Ekkert sjónarhorn á að stuða okkur, reyndu að finna fegurðina, en ekki gleym að gefa þér tíma. Þetta er æfing og þolinmæðisvinna. Suma daga þarf að endurtaka æfingar svo heilinn og við venjumst betur. 

13. Dekur 

 • Fótabað
 • Kertaljós
 • Tónlist eða Tv
 • Maski og góður drykkur 

14. Slepptu tökunum á toxic hugsunum og gefðu huganum rými til þess að átta sig.

 • Það er svo gott að sleppa takinu. Við eyðum allri orkunni í að ríghalda í erfiðar tilfinningar, eða eitthvað sem heldur aftur að okkur. Slepptu takinu, leyfðu huganum að fá rými og sjáðu hvað gerist. 

15. Leyfðu þér að vera þreytt/ur

 • Stundum erum við þreytt og það er ok! 
 • Ekki skamma þig fyrir að hvíla þig, leyfðu þér og líkamanum að hvílast

16. Prófaðu eitthvað nýtt! Taktu þessa æfingu með þér áfram og kannaðu hvað þér finnst gaman að gera. Þetta gæti galopnað nýjar dyr í lífinu hjá þér. 

17. Skoðaðu ólíka líkama. Hugarleikfimi og sátt

 • Hjálpaðu auganu, huganum og þér að skylja hversu fullkomlega ófullkomin við öll erum á okkar einstaka hátt. 
 • Safnaðu myndum af allri mannflórunni sem heimurinn hefur upp á að bjóða. 
 • Ég nota Pinterest.com !

18. Fræðsla

 • Til að komast skrefinu nær í sátt á líkama og sál þá er fræðsla mjög mikilvægur þáttur í vegferðinni
 • Kynntu þér andlega og líkamlega vellíðan/heilsu 
 • Lestu um líkamsvirðingu 
 • Safnaðu saman pistlum um jákvæða líkamsímynd 

19. Hjálpaðu næstu manneskju að byrja taka skrefin í átt að Jákvæðri líkamsímynd eða Self love

 • Þegar við hjálpum öðrum þá gerast magnaðir hlutir
 • Þín rödd skiptir máli
 • Það hjálpar þér að hjálpa þeim

20. Bubblubað og hugleiðsla  

 • Bubblur/Baðsalt
 • Maski
 • Tónlist og kertaljós
 • Hugleiðsla - Lokaðu augunum - Gefðu þér tíma til að fara yfir síðustu 20 daga ( til eða frá ) Hvert ertu komin/nn? Hvernig líður þér? Þakkaðu þér fyrir að gefa þér tíma fyrir þig. Ég hef óbilandi trú á þér! 

Næstu punktar eru gerðir í ljósi aðstæðna ( Covid19 ) Vonandi nýtast þeir ykkur. Einnig eru margir hér fyrir ofan sem hægt er að nýta heimavið og í samkomubanni.

 

21. Ef þú ert með börn á heimilinu þá er æðislega gaman að tjalda í stofunni. Sería, kakó og snarl. Lesa sögu og kveikja á vasaljósum. Þetta gæti síðan verið áfram fyrir krakkana að leika. 

22. Gefðu þér tíma frá internetinu og sestu niður og byrjaðu á nýrri bók. Teppi, kaffi og yndislestur.

23. Það hefur hjálpað mér að búa til létta dagskrá yfir daginn. Bæði fyrir mig og barnið. Rútína er mjög mikilvæg á þessum tímum. 

24. Föndurhorn fyrir þig eða börnin. Leyfðu listamanninum að blómstra. 

25. Byrjaðu á uppáhalds þáttaseríunni þinni aftur, frá byrjun. 

26. Matarlitur og vatn í spreybrúsa - Börnin lita snjóinn. 

27. Skipuleggja heimilið

- Eitt herbergi í einu. Flokka, skipuleggja, þrífa. 

28. Mér þykir einstaklega mikilvægt að vera ekki að skemma mig fyrir það sem ég borða. Á svona tímum erum við vís til að hanga í skápunum, það er eðlilegt. Nærum líkaman okkar vel, teygjum, finnum einhverskonar hreyfingu sem fær orkuna upp og líkaman til þess að virka betur. Æfum okkur að taka holdarfar algjörlega úr menginu. Þú ert nóg, og þú nærir þig og kemur vel fram við musterið þitt fyrir andlega og líkamlega vellíðan.

29. Nýttu tímann ( ef þú getur ) að sækja netnámskeið, fyrirlestra og annað efni sem efla þig

30. Náðu tökunum á hugleiðslu og prófaðu nýjar mataruppskriftir

31. Ekki gleyma að heyra í þínum nánustu. Nýtum tæknina.