Þú þarft ekki að grennast til þess að byrja lifa lífinu. Þú þarft að sættast

Eftir að ég eignaðist Leon Bassa & tók fyrsta almennilega þroskakippinn líkamlega séð þá fannst mér mjög erfitt að elska líkama minn, enda þekkti ég ekkert annað en að hata hann hvort sem er. Hvað þá núna?

Samfélagið var stöðugt að hvetja mig til þess að fara í ræktina til þess að ná “réttri” stærð aftur & ég lærði fljótt að ef barnið tekur brjóstið vel þá myndi ég sko grennast á met hraða. Raunin var sú að Leon Bassi tók brjóst vel, en flæðið var lítið sem ekkert. Ég man eftir að ruglast af og til eftir ótal mörg skilaboð frá samfélaginu..”æ er ég þá ekki að fara grennast ?” Fæ hroll að hugsa til þess að áherslan hafi farið þangað frekar en að hugsa...”æ þarf ég að hætta með hann á brjósti?” En ég ætla ekki að skamma mig fyrir að hugsa svona....ég í raun fékk ekkert val hvort sem er. Heilaþvegin & áherslurnar settar í kross. 

Auðvitað snéri brjóstagjöfin aðeins að næringu ungabarnsins & tengslamyndun & auðvitað snýst hreyfing eftir meðgögu um andlega og líkamlega vellíðan. Þrátt fyrir að rugast þá var næring, tenglsamyndun & allt þar á milli alltaf í forgang fyrir Leon Bassa.......en ég gleymdi mér. Ég sinnti hvorki andlegri né líkamlegri líðan. Ég í raun setti lífið á hold. Ég var besta mamma í heimi og þarfir Leons voru nr 1,2 & trilljón, en hvað mig varðar þá beið ég eftir því að verða mjó aftur til þess að byrja njóta lífsins á ný.

Fyrstu skrefin mín á þessum tíma var að fara úr boxernærbuxunum hans Bassa ( yebb ) & íþróttatoppnum & finna mér nærföt í minni stærð. Ég hef unnið með Lindex frá því ég opnaði miðlana mína & ákvað að setja þetta í þeirra hendur. Ég fékk mælingu fyrir nýjum brjóstarhaldara með hjálp þeirra og lærði á nýju brjóstin mín sem breyttust mjög mikið & fann að biðin var á enda.
Ég þarf ekki að grennast til að byrja lifa lífinu. Èg þarf að sættast.

Ég hvet ykkur allar að finna sjálfstraustið ykkar. Fara út fyrir þægindaramman & kaupa falleg nærföt & sjá hvað musterið ykkar nýtur sín vel! Dansa um á nærfötunum þangað til það hættir að vera erfitt & gefa ykkur tíma til að skoða hvern krók & kima á dásamlega líkamanum ykkar ❤️