Þetta er erfitt, en þess virði!

Það er alveg rétt. Þetta er drullu erfitt & stundum algjörlega óhugsandi. Það er eitthvað sem ég bara verð að taka undir. En síðan hvenær gerist eitthvað frábært án þrautseigju, vilja, hindranna & allskonar rússíbanaferða? Jákvæð líkamsímynd er ekki eitthvað sem við vinnum í lottó......við þurfum að vinna fyrir henni. Þetta er æfing sem þarfnast þolinmæði.


Þetta er hægt & þetta getur líka verið hrikalega skemmtilegt, þrátt fyrir að taka á líka. Það er td ekkert skemmtilegra en að :

• Dansa örugg um á nærfötunum
• Dásama sjálfan sig
• Blómstra á öðrum sviðum
• Elska sig & kynnast sér
• Hætta að bera sig saman við aðra
• Sjá sig & virða sig
• Finna þakklæti & öryggi
• Verða hamingjusöm
• Fara í sund í akkurat bikiníinu sem þér finnst flott
• Hætta í megrun
• Borða góðan mat
• Hreyfa sig af ánægju
• Finna sátt

Það er nefninlega ávinningurinn & það að finna breytingar á hugarfari, þótt þær séu mjög litlar þá er það bara ótrúlega hvetjandi & gaman & segir okkur að hvert skref gildir. Ef ég get, þá getur þú!

Hef óbilandi trú á ykkur !