Sama manneskjan. Sömu verðleikar. ⁣

Fellingar draga ekki úr hamingju. Fellingar draga ekki úr verðleikum.⁣

Fellingar draga ekki úr glæsileika.⁣

Fellingar draga ekki úr þér.⁣

Þegar þú segir við þig eða við aðra, eða jafnvel um þig við aðra að þú þurfir að breyta þér, grenna þig, missa nokkur kg, byrja í megrun, Þá fyrst ert þú að draga úr þér & öðrum. ⁣


Ekki misskilja. Hver velur fyrir sig. Akkurat þannig. Hver. Velur. Fyrir. Sig. En um leið og við brjótum okkur niður og aðra þá er enginn okkar að velja fyrir sig. Þá eru fordómar að velja fyrir okkur. ⁣

Eflum okkur & fólkið í kringum okkur. ⁣

Lærum að heilbrigði/óheilbrigði tengist útliti & holdarfari ekki á neinn hátt. Lærum að aðskilja þessi fyrirbæri. Lærum að heilbrigði er eitthvað sem við finnum milliveg í fyrir andlega og líkamlega líðan og lærum að útlit og holdarfar kemur aðeins í mynd virðingar, ástar og samþykkis.⁣

Lífið snýst ekki um megrun & þú ert svo miklu meira en bara útlit. 

 

@Ernuland       @Ernuland