Hverju viltu breyta?

Allt sem við viljum breyta. Allt sem samfèlagið hefur kennt okkur og matað okkur á hvað færir okkur nær hamingju og andlegu frelsi. Minna mitti, minni fita, burtu með slitin, appelsínuhúðin segir sögunni til, stinnari brjóst, flatari magi, minna, minna, minna en ekki of mikið, þú vilt ekki vera horuð, vertu akkurat. Vertu einsog þú hafir fæðst út úr photoshop en ekki út úr öðrum mannslíkama. Þá fyrst finnur þú hamingjuna.

 


Mín reynsla ; Been there, og þetta færði mig sko sannarlega ekki nær hamingjunni. Þetta færði mér aftur á móti allskonar annað: ranghugmyndir, kvíða, ofsakvíða, búlimiu, brotna sjálfsímynd og meira meððí. On the way þá lærði èg að samþykkið kemur frá okkur sjálfum. 


Það sem hjálpar mèr rosalega mikið í Self-love ferðalaginu, er að gefa mèr tíma til þess að kynnast líkamanum mínum. Mynda mig í allskonar sjónarhornum þar til það hættir að vera erfitt og þar til ólík sjónarhorn líkamans hætta að “triggera” mig vegna þess að þau stemma ekki við staðalímyndir samfélagsins. Èg er svo þakklát fyrir að hafa líkama sem virkar, sem gefur mèr það að ganga í dagsins verk, faðma börnin mín, ferðast, liggja í fanginu á manninum mínum, teikna, mála veggina ( reyndar leiðinlegasta sem èg geri, but still ) það er svo margt sem èg er þakklàt fyrir. Þakklát fyrir breytinguna í samfèlaginu og ég hef mikla trú á að við munum fella þessar óraunhæfu staðalímyndir! Og allra síst er èg er þakklàt fyrir að hafa stjórn á átröskuninni sem heiltók lífið mitt gjörsamlega, tók frá mèr dýrmætan tíma þar sem èg hrærðist í ranghugmyndum og festist í átröskunarfangelsi þar sem èg bar enga virðingu fyrir líkamanum mínum, èg svelti hann, skaðaði og talaði niður til þar til èg var hætt að finna tilfinningar til líkama míns. Það var ekki fyrr en líkami minn bar og mótaði gullfallegu rauðrófuna mína sem èg áttaði mig á hversu undursamlega sköpuð við erum. Hversu heppin við erum að hafa líkama, því hvað værum við án líkama ? Við höfum einn. Lærum að elska hann, èg veit að það er óhugsandi fyrir marga, en èg veit að það er hægt, svo hold on! Èg hef óbilandi trú á ykkur.


@Ernuland       @Ernuland