"Hvað ertu að spá með þessu jákvæð líkamsímynd bulli?”

Ég fæ oft að heyra að þetta virðist auðveldara fyrir mig en aðra......ég er föst á því að veruleiki okkar allra er mismunandi. Hvort sem það tengist hamingju eða sorg, þá er hver og einn með sína tíðni. Mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þið vitið að mín vegferð í Jákvæðri líkamsímynd hefur sínar lægðir líka. Ég veit að það hjálpar mörgum ykkar að vita það....

Jákvæð líkamsímynd er krefjandi verkefni, fullt af allskonar tilfinningarússíbönum og nýjum tilfinningum. Að sættast við líkama sinn eftir mörg ár af neikvæðri líkamsímynd getur verið mjög krefjandi & mér finnst það vera á minni ábyrgð að gefa ykkur allar hliðar. Mörg ykkar spegla sig í minni vegferð, eðlilega, ég babbla um þetta alla daga. Ég er mjög jákvæð....& þá er auðvelt fyrir ykkur að óttast neikvæðar tilfinningar tengt ferlinu. Þessvegna er mikilvægt að ég gefi ykkur innsýn í hina hliðina líka, svo að þið finnið að allar tilfinningar eru viðurkenndar í jákvæðri líkamsímynd. Við erum tilfinningaverur & það besta sem við getum gert er að átta okkur á því strax. ⁣

Ég hef lært að erfiðar tilfinningar kalla á meiri nánd og ást frá mér til mín frekar en skammir og niðurbrot. Því þegar ég skamma mig fyrir að líða ekki vel þá geri ég illt verra. Ég hef því breytt því sammþykki, nánd og extra knús á sálina & þá fyrst verða erfiðar tilfinningar bærilegar. ⁣

Á myndinni er ég í niðurbroti. Sem kannski er skrýtið fyrir ykkur að sjá þar sem ég hef deilt þrem úr sömu seríu þar sem allt virðist vera upp á tíu. ⁣


Ég er alveg að fara gráta á þessum tímapunkti. Hausinn á mér er að mata mig á allskonar skilaboðum sem eru alls ekki frá mér komin, heldur neikvæðum röddum annarstaðar frá. Magnað að hugsa til þess að allar neikvæðar hugsanir eru klárlega pælingar annara og samfélagsins en ekki okkar. Allavegana, það sem hausinn var að segja var td þetta:

“Erna hvað ertu að spá með þessu jákvæð líkamsímynd bulli, það er enginn að hlusta og þetta er bara vandræðalegt fyrir þig”

“Öllum er sama um þetta og núna ert þú búin að flexa þér allri fyrir samfélaginu & getur sko ekki tekið það tilbaka”

“Farðu nú bara í enn eina megrunina & hættu þessari þvælu, þetta er algjörlega tilganslaus skilaboð fyrir annað fólk” 

Hausinn á mér tekur mig líka víða á köflum! En ég veit að þetta er ekki Erna að tala, Erna veit betur & Erna veit að skilaboðin Jákvæð líkamsímynd hefur áhrif & ætlar að trúa því áfram í gegnum allar tilbúnar efasemdir....Jákvæð líkamsímynd hefur gefið mér bætt lífsgæði, bætta andlega heilsu, hamingju & sjálfstraust. Haltu áfram & ekki gleyma að við erum tilfinningaverur & allskonar tilfinningar fylgja ferlinu!

Ég hef óbilandi trú á þér