Brotin

Lá á gólfinu í kvíðakasti. Það snèrist að brotinni sjálfsmynd. Eftir andlega bugun & stöðugt þrot snèri ég blaðinu við og hóf mitt ferðalag í SelfLove/BodyPositive. Èg tek þessu alvarlega & èg þrái ekkert heitar en að verða örugg í mínu skinni & að aðrar konur komist á þann stað með mèr. 

Ástæðan fyrir brotinni sjálfsmynd/kvíðaköstum/átröskun & neikvæðri líkamsímynd er vegna þess að ég var áreitt kynferðislega. Svo oft að þegar mèr var nauðgað þá áttaði èg mig ekki á því að þetta væri nauðgun, þetta var mèr að kenna, þetta var normið, èg þekkti ekkert annað en að karlmaðurinn mætti þetta, èg bað um þetta, èg drakk örugglega of mikið, èg klæddi mig of lítið & málaði mig of mikið. Vitlausa litla stelpa. 

Nei èg kærði ekki. Èg þorði ekki að tjá mig um þetta fyrr en rúmum 5árum seinna, of mörgum ælum seinna, óteljandi niðurbrotum seinna, kvíðaköstum, enn fleiri uppköstum og eftir óteljandi andvökunætur og óteljandi morgna þar sem èg gat ekki vaknað útaf vannæringu, þá loksins sagði èg frá. 


Maðurinn minn, fjölskyldan mín, vinkonur mínar, stígamót og litli drengurinn minn sem ég bar undir belti, björguðu mér. 

Átröskunin blundar, hún er í dvala. Èg er sterkari, mun sterkari, èg ætla að vinna & èg ætla að hjálpa öðrum konum að vinna líka. 

Eftir að èg byrjaði að tala mikið um jákvæða líkamsímynd á samfèlagsmiðlum þá fór èg að fá óteljandi skilaboð frá allskonar konum. Sorgleg staðreynd, flestar þeirra hafa upplifað kynferðisáreiti sem triggeraði þær að missa virðinguna fyrir líkama sínum. Þegar það gerist þá getur það verið þess valdandi að þú fyrirlítur hann, þú skaðar hann og sveltir & öll mörk sem þú áður hafðir hverfa. Það er hvort sem er búið að brjóta þau. 

Mörk þessara kvenna voru brotin, sum í æsku, önnur á barnum, önnur í vinnunni, önnur í sundi, önnur á skyndibitastað.

Afleiðingarnar eru mismunandi. Sumar ganga í burtu, sumar ganga í ofbeldissambönd. Sumar hunsa, sumar hrynja. Sumar verja sig, sumar berja sig. Sumar hlaupa, sumar frosna. @Ernuland       @Ernuland