Um mig
Erna Kristín er fædd árið 1991 og er guðfræðingur að mennt. Erna er gift trommuleikaranum og hljóðverseigandanum Bassa Ólafssyni og eiga þau saman einn strák Leon Bassa og svo er það hún Anja en hún er stjúpdóttir Ernu. Erna hefur lengi verið á samfélagsmiðlum og hafa miðlarnir stækkað og dafnað vel með árunum. Erna telur það vera mjög mikilvægt að nýta stóra miðla sem þessa til góðs og vinnur því reglulega með Unicef ásamt því að boða jákvæða líkamsímynd í gegnum miðilinn sem hún kallar Ernuland.


Ernuland Podcast
Ernuland Podcast setur fókusinn á líkamsvirðingu, sjálfsást, lífið og krefjandi umræðupunkta. Gestir verða allskonar einstaklingar úr samfélaginu sem krydda umræðuna út frá sínu sjónarmiði og ég er spennt að takast á við umræður sem nauðsynlegt er að taka og markmiðið er að þið kæru hlustendur njótið góðs af.